F-Droid er róbot með dellu fyrir frjálsum og opnum hugbúnaði (free and open source - FOSS) fyrir Android stýrikerfin. Á þessu vefsvæði muntu finna hugbúnaðarsafn með FOSS-forritum, ásamt Android-forriti til að sjá um uppsetningar og uppfærslur. Hér eru líka fréttir, umsagnir um forrit, auk ýmiss annars efnis sem snertir Android og frelsi við notkun hugbúnaðar.
Styrkir til þróunar F-Droid eru meðhöndlaðir í gegnum OpenCollective.
Hafa samband
Þú getur rætt um F-Droid eða fengið aðstoð á spjallsvæðinu og á spjallrás F-Droid notenda.
Þú getur spjallað við aðra um F-Droid eða fengið aðstoð á #fdroid rásinni á OFTC eða skrá þig á #fdroid:f-droid.org á Matrix. Umræður á IRC eru skráðar niður á matrix.f-droid.org.
Finna má Matrix-svæði tileinkað F-Droid sem hópar saman allar tengdar F-Droid-spjallrásir á #fdroid-space:f-droid.org, og getur hver sem er tekið þátt í þeim.
XMPP users can join via a Biboumi gateway
that connects to IRC, easiest way is to ask your XMPP server admin to host
one, but if not possible, try one of the public ones. Copy and paste the
address in your XMPP clients channel input field
#fdroid%irc.oftc.net@irc.jabberfr.org
(hosted by
JabberFR) or #fdroid%irc.oftc.net@irc.hmm.st
(hosted by hmm.st)
There is also a Matrix bridge to Telegram, to join it click this link.
Þátttakendur við gerð F-Droid nota líka samfélagsmiðlagátt í Fediverse umhverfinu. Þú getur átt í samskiptum við okkur eða fylgst með gangi mála á @fdroidorg@floss.social.
Þú getur sent okkur tölvupóst á team@f-droid.org, en mun líklegra er að svör fáist við fyrirspurnum á spjallsvæðinu eða á #fdroid rásinni. Ef þú hefur áhuga á að hjálpa okkur, geturðu gengið til liðs við okkur.
Ráðgjöf / Greidd aðstoð
Ef þú kemur að rekstri fyrirtækis eða stofnunar sem notar F-Droid eða sem myndi vilja nota F-Droid, þá koma tímabil þar sem gott væri að hafa aðgang að sérfræðingum. Þess vegna höfum við útbúið lista yfir fyrirtæki og forritara sem lagt hafa til F-Droid á einn eða annan hátt og sem gefa sig út fyrir ráðgjöf í þessum efnum:
Notkunarleyfi
- Grunnkóði þessa vefsvæðis og efnið sem framleitt er af F-Droid samfélaginu er tiltækt með GNU Affero General Public notkunarleyfinu, útgáfu 3 eða nýrri (AGPLv3+).
- Efni fréttahlutans og táknmynd F-Droid er einnig tiltækt með Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 notkunarleyfi (CC-BY-SA-3.0) eða GNU General Public notkunarleyfi, útgáfu 3 eða nýrri (GPLv3+).
- Textinn í lýsingu og myndefni fyrir hvert forrit eru með sérstakt notkunarleyfi fyrir viðkomandi verkefni. Frjáls hugbúnaður ætti einnig að vera með frjálsri lýsingu og myndefni.
- Táknmerki F-Droid var hannað af William Theaker. Uppfærslur á því og viðbótar myndefni er eftir Robert Martinez.
Skilmálar o.þ.h.
F-Droid er verk sjálfboðaliða. Þótt allt sé gert til að tryggja að ekkert sé í hugbúnaðarsafninu sem ekki sé öruggt að setja upp, muntu á endanum nota þetta Á ÞÍNA EIGIN ÁBYRGÐ. Sé það mögulegt, eru forritin í safninu byggð með grunnkóðanum, og er sá grunnkóði yfirfarinn með tilliti til öryggis og meðferðar persónuupplýsinga. Sú yfirferð getur hins vegar ekki verið tæmandi, og er engin ábyrgð tekin á hvort nokkur óværa sleppi í gegn.
F-Droid virðir einkalíf þitt. Við fylgjumst ekki með þér, eða tækjunum
þínum. Við skráum ekki hvað þú setur upp. Þú þarft ekki notandareikning til
að setja upp F-Droid forritið, og það sendir engin auka persónugreinanleg
gögn í samskiptum við vefþjónninn okkar, önnur en útgáfunúmer
forritsins. Við leyfum þér ekki einu sinni að setja upp önnur forrit sem
fylgjast með þér, nema þú leyfir fyrst að fylgst sé með þér í Slæmum
eiginleikum kjörstillinganna. Öll þau persónulegu gögn sem þú gætir ákveðið
að láta okkur í té (t.d. tölvupóstfangið þitt þegar þú skráir þig til að
geta sent skilaboð á spjallsvæðinu okkar) fara ekkert lengra, og munu ekki
verða notuð til neins annars en viðhalds á notandaaðgangi þínum.
Þátttakendur
F-Droid verkefnið var stofnað árið 2010 af Ciaran Gultnieks og er í boði að minnsta kosti eftirfarandi eintaklinga:
- Alberto A. Fuentes
- Aleksey Zaprudnov
- Alex Oberhauser
- Ali Demirtaş
- Andreas Itzchak Rehberg
- Andrew McMillan
- Andrew Nayenko
- Andrew Onishi
- Antonio Tapiador
- Ayron Jungren
- Balázs Meskó
- Ben Arnold
- Boris Kraut
- Calcitem
- Chirayu Desai
- Ciaran Gultnieks
- Cédric Cabessa
- Dan Bravender
- Danial Behzadi
- Daniel Kraft
- Daniel Martí
- David Black
- David Sterry
- Denys Nykula
- Dominik Schürmann
- Fabian Rodriguez
- FC Stegerman
- Felix Edelmann
- Florian Schmaus
- Fynn Godau
- Graziano Sorbaioli
- Greg Lyle
- Gregor Düster
- Hans-Christoph Steiner
- Hans-Emil Skogh
- Henrik Tunedal
- Ihor Hordiichuk
- Ivo Ugrina
- Jan Berkel
- Jan C Borchardt
- Jochen Sprickerhof
- John Sullivan
- João Fernando C. Júnior
- Karl Ove Hufthammer
- Kees Hulberts
- Kevin Cernekee
- Kevin Everets
- Laura Arjona Reina
- Leonardo De Luca
- Marcus Hoffmann
- Mariotaku Lee
- Mathijs van Gorcum
- Matt Kraai
- Matthias Weiler
- Michael Downey
- Michael Haas
- Michael Pöhn
- Michele Azzolari
- Mostafa Ahangarha
- Nat Meysenburg
- Naveen
- Neo Kolokotronis
- Nico Alt
- Nicolas Raoul
- Nikita Kozlov
- Nutchanon Wetchasit
- Osoitz Elkorobarrutia
- Oğuz Ersen
- Pander
- Paul Sokolovsky
- Peter Serwylo
- Philipp Wollschlegel
- Pierre Rudloff
- Rafael Fontenelle
- Raffaele Cecoro
- Reza Almanda
- Robert Martinez
- Ruslan Boitsov
- Simona Iacob
- Stefan Handschuh
- Steven McDonald
- Sveinn í Felli
- Sylvia van Os
- Takumi Shoji
- Tias Guns
- Tobias Kuban
- Torsten Grote
- Trey Yang
- Tymofii Lytvynenko
- Valerio Bozzolan
- Wellington Terumi Uemura
- William Theaker
Ef þú hefur lagt eitthvað af mörkum til F-Droid og nafnið þitt vantar, eru það væntanlega mistök og þú ættir að bæta sjálfum þér á listann! Hafðu með notandanafnið þitt á Weblate ef þú ert þýðandi. Haltu listanum röðuðum miðað við skírnarnöfn.
Upprunalega F-Droid forritið var byggt á Aptoide-appinu sem þróað var af Roberto Jacinto.