Ráðgjöf

Ef þú kemur að rekstri fyrirtækis eða stofnunar sem notar F-Droid eða sem myndi vilja nota F-Droid, þá koma tímabil þar sem gott væri að hafa aðgang að sérfræðingum. Þess vegna höfum við útbúið lista yfir fyrirtæki og forritara sem lagt hafa til F-Droid á einn eða annan hátt og sem gefa sig út fyrir ráðgjöf í þessum efnum: Með því að ráða eitthvert þessara fyrirtækja eða forritara, eruð þið einnig (óbeint) að styðja við þróun F-Droid.

Hafðu í huga að F-Droid vistkerfið samanstendur af mörgum þáttum. Þar af leiðandi getur ráðgjafarþjónusta sérhæft sig í ákveðnum þáttum, svo sem

 • Uppsetningu F-Droid innan fyrirtækis/stofnunar
 • Uppsetning og viðhald F-Droid hugbúnaðarsafna
 • Vinnufundir fyrir notendur og stjórnendur
 • Hjálp við að láta forrit standast kröfur til að geta verið innifalið í aðalhugbúnaðarsafninu á f-droid.org
 • Lagfæringar á göllum eða viðbótareiginleikar fyrir F-Droid biðlarann eða vefþjónahluta
 • Óvörumerktar lausnir (whitelabel solutions)

Skoðaðu eftirfarandi lýsingar til að finna hentugan ráðgjafa sem uppfyllir þarfir þínar.

COTECH - Confidential Technologies GmbH

 • Vefsvæði: https://www.cotech.de/f-droid
 • Tölvupóstur: contact@cotech.de
 • Sími: +49 531 22435119
 • Heimilisfang: Confidential Technologies GmbH, Wilhelmsgarten 3, 38100 Braunschweig
 • Tungumál: Enska, þýska
 • Sérhæfing: Sérsniðnar F-Droid uppsetningar, viðbætur eiginleika, óvörumerktar lausnir (whitelabel solutions)

Hans-Christoph Steiner

 • Vefsvæði: at.or.at
 • Tölvupóstur: hans@eds.org
 • Heimilisfang: Vienna, Austria
 • Tungumál: Enska, þýska
 • Sérhæfing: Sérsniðnar F-Droid uppsetningar, samfelld hugbúnaðarbygging, óvörumerkt forritasöfn (whitelabel app stores), senda hluti inn í grunnsafn.

Hellebaard

 • Vefsvæði: hellebaard.nl
 • Tölvupóstur: contact@hellebaard.nl
 • Heimilisfang: Utrecht, Hollandi
 • Tungumál: Enska, hollenska
 • Sérhæfing: Þýðingar Enska ⟷ Hollenska, lýsingar, lýsigögn, myndefni og skjámyndir.

IzzySoft


Ef nafnið þitt vantar, ættirðu að bæta sjálfum þér á listann! Haltu listanum í stafrófsröð miðað við eftirnöfn.