Taka þátt

Verkefnið er þróað og því viðhaldið af sjálfboðaliðum. Þú getur hjálpað:

Tilkynna um vandamál

Ef þú rekst á vandamál með vefinn eða F-Droid forritið, geturðu tilkynnt þau í viðeigandi verkskráningarformi (finndu viðeigandi verkskráningu á þessari síðu), eða rætt þau á spjallsvæðinu, á Matrix eða á IRC-rásinni (#fdroid á OFTC).

Senda inn forrit

Ef þú sérð forrit sem vantar í hugbúnaðarsafnið (eftir að hafa lesið skilyrðin fyrir innsetningu), þá máttu gjarnan leggja það fram í gegnum sérstaka þráðinn Requests For Packaging í verkskráningunni.

Ef þú ert með tæknilegu kunnáttuna sem til þarf, geturðu líka púslað saman viðeigandi lýsigögnum og sent þau inn í gegnum F-Droid gagnasafnið (data repository), sem myndi hraða því gríðarlega hvort forritið yrði haft með.

Það sama gildir fyrir hjálp við að byggja nýjar útgáfur forrita.

Frekari upplýsingar má finna í hjálparskjölunum, eða með því að spyrja á Matrix eða á [IRC-rásinni]](https://webchat.oftc.net/?randomnick=1&channels=fdroid&prompt=1) (#fdroid á OFTC).

Þýðingar

F-Droid forritið er tiltækt á mörgum tungumálum. Ef tungumálið þitt er ekki eitt af þeim, eða að það þurfi aðhlynningar við, endilega skráðu notandareikning fyrir þig og nýttu þér þýðingakerfið til að koma inn breytingunum sem þér finnast við hæfi.

Byrjaðu á að skoða yfirlitið á Þýðingar og staðfærsla. Það er líka [sérstakur flokkur á spjallsvæðinu fyrir umræður tengdar þýðingum.

Forritun

Það eru fjögur git-kóðasöfn hýst á GitLab – fyrir Android-biðlaraforritið - fyrir vefþjónaverkfærin sem keyra hugbúnaðarsafnið og byggja/setja upp forrit staðvært - fyrir tengdar lýsigagnaskrár fyrir forritin í aðalsafni F-Droid - fyrir vefsvæðið og hjálparskjölin

Einfaldasta leiðin til að taka þátt í þróuninni er að klóna þessi verkefni og senda síðan inn sameiningarbeiðnir (merge requests). Sértu að gera stórar eða víðværar breytingar, er best að ræða þær fyrirfram á IRC eða spjallsvæðinu, til að tryggja að þær samræmist stefnu verkefnisins og rekist ekki á eða tvítaki vinnu sem þegar er í gangi.

Þegar unnið er með vefþjóns- og gagnaverkefnin, er alltaf góð hugmynd að lesa handbókina.

Viðhalda stoðkerfi

F-Droid býður upp á marga netþjóna (byggingasvæði, vefgátt, niðurhalssvæði …) sem þurfa reglulegt viðhald, dreifingu samkvæmt Ansible-aðferð auk stýringar á vélbúnaði. Nánari upplýsingar má finna með því að spyrja á Matrix, IRC (# fdroid-dev á OFTC) eða senda póst á team@f-droid.org.