Hjálparskjöl

F-Droid er bæði hugbúnaðarsafn með yfirförnum frjálsum Android-forritum jafnt sem allsherjar “app store” forritabúð, og býður upp á öll þau verkfæri sem þarf til að setja upp og reka slíka forritamiðstöð. F-Droid er frjálst hugbúnaðarverkefni keyrt af miklum fjölda sjálfboðaliða. Það inniheldur fullbúin verkfæri til byggingar og útgáfu hugbúnaðar og stýringar á ferlinu við að umbreyta frumkóða forrita yfir í útgefin forrit.

Vefþjónsverkfæri F-Droid gefa kost á ýmsum skriftum og tólum sem notuð eru til viðhalds og reksturs aðalsafns F-Droid. Þú getur notað þessi sömu verkfæri til að koma á fót þínu eigin viðbótar- eða auka-hugbúnaðarsafni fyrir þína eigin útgáfu, nú eða notað þau til að búa til, prófa og senda lýsigögn inn í aðalhugbúnaðarsafn F-Droid.

Til að komast í gang

Ítarlegri upplýsingar

Hönnuðir/Forritarar