F-Droid er drifið áfram af styrkjum!
Ef þú vilt styðja fjárhagslega við verkefnið, þá mælum við með að notuð séu frjáls (eins og í frjáls hugbúnaður) styrkjakerfi á borð við Liberapay eða Open Collective. Liberapay er með lægri greiðslugjöld en Open Collective er sveigjanlegra og gegnsærra varðandi hvernig styrkir eru notaðir. Bæði kerfin bjóða upp á endurtekna styrki, sem eru ákaflega vel þegnir í baráttunni við að gera F-Droid sjálfbært.
Styrkir frá þér verða notaðir í:
- Að borga fyrir netþjóna
- Að borga fyrir vörur (límmerki)
- Að borga aðstandendum fyrir stjórnsýslu og forritunarvinnu
- Að greiða ferðastyrki til þátttakenda vegna funda og ráðstefna
Hvaða greiðslumáta get ég notað?
Í augnablikinu getum við aðeins stutt þá greiðslumáta sem viðskiptamiðlanir okkar bjóða. Viðskiptanautar okkar ákvarða hvaða greiðslumátar séu í boði.
Gjaldmiðill | Kreditkort | Bankamillifærsla | PayPal | Rafmynt | |
---|---|---|---|---|---|
✓ | ✓ | ||||
EUR | ✓ | ||||
USD | ✓ | ✓ | ✓ | ✓ | |
✓ | ✓ |
Skoðaðu upplýsingasíður viðskiptamiðlana okkar til að sjá nánari upplýsingar um kostnað vegna þjónustu þeirra:
IBAN bankamillifærsla
Ef þú myndir vilja styrkja með beinni IBAN-bankamillifærslu, geturðu greitt í gegnum F-Droid (€) á OpenCollective:
Rafmyntir
Allar greiðslur í rafmynt til F-Droid, þar með talið í Bitcoin og mörgum öðrum rafmyntum, eru meðhöndlaðar í gegnum OpenCollective:
Vörur
Eða kaupa 👕 stuttermabol 👕 frá
(F-Droid fær 3€ af andvirði hvers bols.)
Fyrri tilhögun
Styrkir til þróunar F-Droid voru meðhöndlaðir af F-Droid Limited, sem er breskt “einkafélag” skráð í Englandi (nr. 08420676). Það hefur ekki verið notað síðan 2021.