F-Droid.org er bara hugbúnaðarsafn sem samanstendur af hundruðum annarra safna sem útbúin eru af einstaklingum um víða veröld. Þannig að hvort sem þú ert tónlistarmaður sem ætlar að dreifa tónlistinni þinni eða forritari sem þarft að gera allra nýjustu prófunarútgáfur forrita aðgengilegar, þá er þér fullkomlega frjálst að útbúa þitt eigið safn og deila því með öðru fólki, alveg óháð F-Droid.org.
Áður fyrr var ákveðinn tæknilegur þröskuldur sem réði því hverjir gætu útbúið hugbúnaðarsafn, því þú þurftir að hafa þekkingu á skipanalínukvaðningum, þurftir að sýsla með textaskrár til að skilgreina upplýsingar um safnið, og þurftir að líma skjámyndir á réttan stað í möppukerfi, þannig að allt kæmist til skila í F-Droid forritinu.
Núna er þetta allt mikið auðveldara: með Repomaker er einfalt að útbúa þitt eigið hugbúnaðarsafn og þarft í rauninni enga sérstaka tæknilega þekkingu til að gera það. Skoðaðu leiðbeiningarnar fyrir uppsetningu til að sjá hvernig þú getur sett Repomaker upp á tækinu þínu.
Hugbúnaðarsafnið þitt getur dreift allskyns gögnum
Útfylling upplýsinga um söfn hefur ekki verið eins auðveld og nú
Að útbúa hugbúnaðarsafn tekur bara tvo smelli
Þú hefur marga möguleika á hvar þú geymir hugbúnaðarsafnið
Rétt eins og hvert annað F-Droid verkefni, er Repomaker frjáls og opinn hugbúnaður. Þú getur fundið grunnkóðann og notkunarleyfi hans á gitlab.com.