Hvað geturðu gert með F-Droid
F-Droid er sjálfstætt, samfélagsdrifið hugbúnaðarsafn fyrir Android sem inniheldur einungis frjálsan og opinn hugbúnað. Innan F-Droid getur þú flett upp yfir 1,200 forritum með opnum grunnkóða, leitað að og sett upp forrit úr þegar tilbúnum hugbúnaðarsöfnum, eða búið til þitt eigið hugbúnaðarsafn. Opnaðu f-droid.org á Android símanum þínum til að sækja forritið/appið og hefjast síðan handa!
Ná í meira efni.
Til að ná í fleiri forrit geturðu bætt hugbúnaðarsafni (repository - repo) við F-Droid. Hugbúnaðarsafn er safn yfirfarins efnis, forrita eða annarra gagna. Þú getur uppgötvað hugbúnaðarsöfn annars fólks beint frá þeim. Forritarar eru gjarnan með tengil á F-Droid safn á vefnum sínum. Þjálfarar og kennarar deila oft tenglum á hugbúnaðarsöfn með tölvupósti, Facebook eða Twitter.
Senda og taka við forritum án nettengingar.
Ekkert internet? Ekki vandamál. Í F-Droid gefur 'Nálægt' kost á að senda og taka við efni milli fólks í sama herbergi.
Bæta við þínum eigin forritum og skrám.
Útbúðu þitt eigið sérsniðið hugbúnaðarsafn með forritum. Notaðu F-Droid til að dreifa efni. Þjálfarar og kennarar nota hugbúnaðarsöfn til að auðvelda sér útdeilingu á efni og forritum með öðrum þátttakendum þegar ekki er hægt að treysta á internet-tengingu. Forritarar nota slík söfn til að dreifa sérhæfðum forritum til notendanna sinna.